Fréttir

Sund | 7. apríl 2011

Íslandsmótið í sundi hófst með glæsibrag

Það má með sanni segja að sundmenn ÍRB hafi farið vel af stað á upphafsdegi Íslandsmeistaramótsins í sundi.  Í dag voru syntar lengstu greinar meistaramótsins eða 800 metra skriðsund kvenna og 1500 metra skriðsund karla.  Allir sundmennirnir voru að stórbæta tímana sína eða um 20 til 30 sekúndur.  Jóna Helena Bjarnadóttir synti frábært 800 metra skriðsund þegar hún synti á 9:22 sekúndum sem var hvoru tveggja ÍRB og Keflavíkurmet í kvennaflokki.  Einar Þór Ívarsson stórbætti sinn fyrri árangur þegar hann synti 1500 metra skriðsund á 17:31 sekúndum þar sem hann setti Keflavíkurmet en Einar bætti í leiðinni Keflavíkurmetið í 800 metrunum, flottur árangur hjá þessum efnilega sundmanni.  Mótið heldur áfram á morgun og stendur fram á sunnudag.