Fréttir

Sund | 31. júlí 2011

Íslenskt telpnamet hjá Ólöfu Eddu í síðasta sundi

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir lauk þátttöku á Olympíudögum æskunnar með glæsilegu íslensku telpnameti í 200 metra flugsundi.  Ólöf Edda bætti fyrra met sem hún átti sjálf um tæpar tvær sekúndur og synti á tímanum 2:24,80.  Þessi tími nægði Ólöfu til sigurs í B úrslitum sundsins og náði hún því 9 besta tíma keppenda í 200 metra flugsundi.  Til hamingju Ólöf Edda.