Íþróttaþing í Reykjanesbæ
Laugardaginn 11. nóvember 2006, verður haldið Íþróttaþing í Reykjanesbæ. Um er að ræða samvinnuverkefni Reykjanesbæjar og íþrótthreyfingarinnar í Reykjanesbæ.
Fyrir hverja?
Þingið er opið öllum sem hafa áhuga á íþróttum í Reykjanesbæ.
Mikilvægt er sem flest stjórnarfólk í íþróttafélögum (og deildum) í Reykjanesbæ mæti, jafnt þeir sem starfa í aðalstjórnum og í barna og unglingaráðum. Þjálfarar eru einnig hvattir til að mæta.
Staður:
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Tími:
Kl: 10:00 – 14:45
Dagskrá:
10:00 Þingsetning
10:05 Innlegg í málstofur. Flutt verða stutt erindi, ætluð sem innlegg í málstofur.
- Íþróttamannvirki í Reykjanesbæ, hvað er framundan?
- Rekstur íþróttafélaga. Auðvelt mál?
- Íþróttir og Frístundaskólinn - er hægt að framkvæma þetta öðruvísi?
- Barna- og unglingastefna ÍSÍ – Á þetta erindi til okkar? Hlutverk íþróttafélaga?
- Afreksstefna. Markviss uppbygging eða handahófskennt starf?
Endanleg ákvörðun um viðfangsefni eru enn í vinnslu og áherslur kunna að breytast.
12:00 Þinggestum boðið upp á súpu og brauð.
12:40 Málstofur – á nokkrum stöðum í FS
- Íþróttamannvirki í Reykjanesbæ, hvað er framundan?
- Rekstur íþróttafélaga. Auðvelt mál?
- Íþróttir og Frístundaskólinn - er hægt að framkvæma þetta öðruvísi?
- Barna og unglingastefna ÍSÍ – Á þetta erindi til okkar? Hlutverk íþróttafélaga?
- Afreksstefna. Markviss uppbygging eða handahófskennt starf?
Lagt er til að stjórnarmenn skipti sér niður á málstofur. Allir hafa málfrelsi í málstofum og þarna gefst kærkomið tækifæri til þess að segja sína skoðun, láta vita um þarfir ykkar og hlusta á aðra.
14:10 Samantekt og helstu umræður/niðurstöður kynntar
14:45 Þinglok
Nánari upplýsingar gefa Stefán Bjarkason, framkvæmdastjór MÍT sviðs
421-6700/GSM 897-8330, stefan.bjarkason@reykjanesbaer.is
og Jóhann Magnússon formaður ÍRB, GSM: 864-9599