Fréttir

Sund | 28. október 2007

Jana Birta með Íslandsmet og bronsverðlaun

Jana Birta Björnsdóttir náði mjög góðum árangri á Norðurlandameistaramóti fatlaðra sem fram fór núna um helgina í Laugardalslauginni.  Jana Birta setti nýtt Íslandsmet í 50 metra bringusundi og náði í bronsverðlaun í 100 metra bringusundi. Glæsilegt hjá Jönu Birtu sem sýnt hefur mikla elju við æfingar frá upphafi og er svo sannarlega að uppskera í takt við það.

Innilegar hamingjuóskir Jana Birta.  Þjálfarar og stjórnir deildanna