Fréttir

Sund | 8. október 2007

Jana Birta valin til þátttöku á Norðurlandameistaramótinu

Sundkonan Jana Birta Björnsdóttir hefur verið valin til þátttöku á Norðurlandameistarmótinu sem fram fer í Laugardalslauginni 26. - 28. október næstkomandi.  Jana Birta var valin vegna árangurs hennar í 50 metra bringusundi, sérlega góðrar æfingasóknar og mikils metnaðar við æfingar.  Jana Birta er sérlega metnaðarfullur íþróttamaður og veigrar sér aldrei við að gera sitt allra besta bæði við æfingar og keppni. Við óskum Jönu góðs gengis á mótinu.