Jóhanna endar tímabilið á því að vera 27. í Evrópu
Nú þegar sundtímabilið er að enda komið hjá okkur er einn okkar sundmanna að klára tímabilið í Antwerpen í Belgíu á Evrópumeistaramóti unglinga. Sundtímabilið hefur verið mjög gott hjá mörgum sundmönnum okkar en þar sem Jóhanna hefur átt sérstaklega gott ár og er sá sundmaður sem hefur bestu mætinguna í hópi eldri sundmanna skulum við skoða aðeins úrslit hennar í morgun og renna yfir síðasta ár hjá henni.
Jóhanna Júlía varð 27. á Evrópumeistaramóti unglinga í Antwepen í morgun. Tíminn hennar var annar besti tími hennar á ferlinum og besta sund sem hún hefur átt að morgni til. Eini tíminn hennar sem er betri er tíminn frá því í úrslitunum á ÍM50 í apríl þar sem hún vann til silfurverðlauna. Hún hafði betri stjórn á sundinu heldur en á AMÍ og millitímarnir hennar sem að 150m stefndu að bætingu, voru mjög jafnir og sterkir. Því miður tókst henni ekki að halda þessu út síðustu 50m. Jóhanna var 4,5 sek. á undan liðsfélaga sínum úr Íslenska liðinu, Paulinu úr Ægi, sem var Íslandsmeistarinn á ÍM50.
Vel gert og gott tímabil hjá Jóhönnu. Íslenskt aldursflokkamet í 200 flug (0.18 frá opna), Íslandsmeistari í 200 fjór, tók þátt í 4 alþjóðlegum mótum (Norðurlandameistaramót unglinga, Smáþjóðaleikunum, Mare Nostrum (16. í 200 flug), yfir 700 FINA stig í fyrsta sinn (200 fjór), 8 einstaklings gull og tvö silfur á AMÍ. Þú skalt vera stolt af árangri þínum á árinu!
Til hamingju Jóhanna! Góða ferð heim.