Fréttir

Sund | 1. maí 2011

Jóhanna og Ólöf klára með enn meiri árangri

Á síðasta degi CIJ mótsins í Lux náðu ÍRB stelpurnar enn meiri árangri. Ólöf Edda vann gull í 200 m bringusundi, rétt aðeins frá sínum besta tíma sem hún setti á ÍM50 fyrir 3 vikum og svo varð hún fjórða í 400 m fjórsundi. Jóhanna Júlía náði að  bæta tíma sinn í 200 m bringusundi og vann til silfurverðlauna eftir harða keppni. Jóhanna varð fjórða í 100 m baksundi og bætti með því bæði ÍRB met kvenna og stúlkna. Að lokum keppti Jóhanna í 50 m flugsundi í opnum flokki og varð fimmta á sínum besta tíma.

 

Báðar syntu stúlkurnar í boðsundsveit íslenska liðsins í 4 x 100 skriðsundi og 4x 100 fjórsundi. Liðið lenti í sjötta sæti í báðum greinum.

 

Samantekt 

 

Jóhanna Júlía  15-16 ára gull í 200 fjór, silfur í 200 bringu, silfur í 100 bringu, brons í 100 flug, brons í 200 flug, fjórða í 100 bak (ÍRB met kvenna og stúlkna), komst í úrslit í opnum flokki í 50 flug og lenti þar í 5. sæti.

 

Ólöf Edda       14 ára og yngri   gull í 200 bringu, silfur í 100 flug (ÍRB telpnamet), silfur í 100 bringu, brons í 200 fjór, fjórða í 200 flug, fjórða í 400 fjór, komst í undanúrslit í opnum flokki í 50 flug.

 

 

Til hamingu stelpur!!