Fréttir

Sund | 11. júlí 2011

Jóhanna synti vel á sínu fyrsta EMU!

Jóhanna Júlía er búin að synda sitt fyrsta sund á EMU, á góðum tíma, aðeins 0.9 sek frá sínum besta tíma sem hún náði á ÍM50. Mót af þessari stærðargráðu getur verið krefjandi fyrir ungan sundmann sem hefur ekki glímt við eins harða samkeppni áður. Jóhanna þurfti að bíða í 3 heila daga áður en kom að sundinu hennar og það að halda einbeitningu og halda sér í formi þennan tíma er alltaf erfitt. Jóhanna stóð sig greinilega vel í þessu og synti af öryggi. Jóhanna eini kvenkyns keppandinn í liðinu sem getur tekið þátt í þessu móti á næsta ári og við óskum henni velfarnaðar í undirbúningi fyrir mótið sem er hátindur ársins hjá henni.
 
Til hamingju Jóhanna! Sjáumst fljótlega á Íslandi!