Jólastemming, tvö íslandsmet í sundi !
Tvö íslandsmet féllu á metamóti ÍRB á fimmtudagskvöldið 21. desember. Það var karlasveit ÍRB sem setti bæði metin. Fyrra metið var í 4 x 100 m flugsundi, þar bættu þeir metið um rúmlega sex sekúndur og seinna metið var í 4 x50m flugsundi þar sem þeir bættu metið um 1/10 úr sek. Þetta er þriðja íslandsmetið sem þessi sveit setur á árinu. Sveitina skipa þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Birkir Már Jónsson og Hjalti Rúnar Oddsson. Einnig féllu þrjú félagamet Soffía Klemenzdóttir bætti telpnametið í 50m skriðsundi (28.20)og þær Elfa Ingvadóttir (18:53:45 ) og Erla Dögg Haraldsdóttir (18:09:28 ) bættu metin í 1500m skriðsundi.