Fréttir

Sund | 10. janúar 2011

Jóna Helena Bjarnadóttir var valin sundmaður ÍRB fyrir árið 2010

Jóna Helena er 18 ára gömul og búin að æfa sund frá unga aldri. Hún hefur alla tíð sinnt æfingum mjög vel. Hún er með afbragðsmætingu, ávallt fyrst á bakkann og iðulega fyrst að hefja æfingar. Jóna Helena hlaut 739 FINA stig fyrir 400 metra fjórsund í 25 metra laug á IM25 og er það jafnframt stigahæsta sund sundmanns Keflavíkur á árinu. Hún fékk 672 FINA stig í 400 metra fjórsundi á IM50. Á undanförnum árum þá hefur Jóna Helena orðið margfaldur Íslands- og Aldursflokkameistari og ávallt verið í fremstu röð meðal íslenskra sundmanna, hún hefur jafnframt á þessum tíma verið liðsmaður í landsliði og unglingalandsliði Íslands. Jóna Helena er frábær fyrirmynd fyrir þá sem vilja ná langt í íþróttum.