Fréttir

Sund | 7. júní 2011

Jóna Helena og Árni Már vinna gull á smáþjóðaleikunum

Jóna Helena vann gull í 400 m fjórsundi á sínum besta tíma til þessa og var mjög stutt frá því að setja mótsmet og nýtt ÍRB met. Hún setti nýtt ÍB met í 200 m baksundi og lenti í 5 sæti og bætti tíma sinn um 7 sekúndur. Árni vann gull í 50 m skriðsundi, brons í 100 m skriðsundi og 100 m bringusundi. Davíð vann silfur í 100 m baksundi og brons í 200 m baksundi. Erla vann silfur í 200 m fjórsundi, 100 m bringusundi og 200 m bringusundi.

 

Davíð og Árni unnu gull í 4x100 m fjórsunds boðsundi þar sem Davíð synti baksund og Árni skriðsund en Ágúst (ÍA) synti flugsund og Jakob (Ægir) bringusund. Þeir unnu einnig sildur í 4x 200 skriðsunds boðsundi með Antoni Sveini (Ægir) og Orra Frey (SH). Árni náði besta millitímanum og Davíð næstbesta og myndu það vera bestu tímar þeirra jafnvel þó gert sé ráð fyrir umreikningi úr boðsundi. Árni, Davíð, Ágúst og Orri unnu einnig silfur í 4 x 100 skriðsundi.

Til hamningju sundmenn. Þetta var árangursríkt mót fyrir Ísland og þið fjögur frá ÍRB lögðuð ykkar af mörkum til þess að auka þennan árangur.