Fréttir

Sund | 14. mars 2011

Karlaliðið á Bikar

Það fylgdi strákunum smá óheppni í þessari keppni sannast sagna. Liðið var mjög ungt þar sem við misstum nokkra lykilsundmenn á síðasta ári en einnig settu meiðsli og veikindi strik í reikninginn. Strákarnir byrjuðu frekar illa þar sem aðeins nokkrir sundmenn voru að ná bestu tímum á fyrsta degi. En með hverjum hluta sóttu þeir í sig veðrið og lokahlutinn var frábær. Um tíma leit út fyrir að strákarnir myndu tryggja sér þriðja sætið en því miður þýddu nokkur mistök ógildingar og strákarnir enduðu í 5. sæti en aðeins 220 stigum á eftir liðinu í þriðja sæti. En það sem við sáum til þessa unga liðs er að það voru nokkur frábær sund og miklar framfarir. Þetta lið verður sterkt í íslensku sundlífi í framtíðinni, strákarnir þurfa bara tíma til að þroskast. Þakkir til Gunnars Arnar og Rúnars Inga því þrátt fyrir persónulega erfiðleika náðu þeir að skapa skemmtilegt andrúmsloft og jákvæðan þrýsting á aðra liðsmenn um að standa sig og láta hvert sund telja.

Af 24 sundum drengjanna voru 18 af þeim bestu tímar en þá eru ekki talin með boðssundsprettir eða split. Tvö önnur sund voru einnig bestu tímar en voru því miður dæmd ógild. Hæstu FINA stigin fékk Gunnar Örn fyrir 200m fjórsund, 535 stig.