Sund | 8. júlí 2007
Keflavík sigraði í sundkeppni Landsmótsins
Sunddeild Keflavíkur sigraði með yfirburðum liðakeppnina í sundi á Landsmóti UMFÍ. Jafnframt hirti deildin alla einstaklingstitlana sem í boði voru. Guðni Emilsson var stigahæsti karl mótsins ásamt því að hann átti einnig besta afrek karlas á mótinu. Elfa Ingvadóttir var stigahæsta konan Jóna Helena Bjarnadóttir vann besta afrek konu á mótinu.