Keppni kynjanna eftir 5 daga!
Í ár fer fram í þriðja sinn keppni kynjanna þar sem sundmenn ÍRB keppa um bikarinn eftirsótta. Fyrsta árið voru stelpurnar klæddar sem bleikar dömur og unnu strákana með yfirburðum en þeir voru þá klæddir sem ofurhetjur.
Keppnin var mun jafnari í fyrra þegar fótboltastelpurnar voru með forystu yfir hundunum þar til alveg í lokin þegar hundarnir sigldu fram úr og unnu með nokkrum mun.
Enginn veit hverju liðin taka upp á núna og hvernig búin þau mæta til leiks en það er alveg víst að keppnin verður hörð og við fylgjumst spennt með hvernig fer.
Sundmenn fá stig fyrir liðið með því að bæta tímana sína, ná nýjum fina lit, nýjum fina flokk, landsliðstíma, fyrir að vera í efstu 8 sætunum og tvöföld stig fyrir boðsund. Liðsandi gefur aukastig fyrir liðið sem er með betri samvinnu og liðsanda.
Þetta verður spennandi!