Keppnisferð í sundi.
Dagana 11. - 12. febrúar nk. þá munu sundmenn ÍRB halda til Þýskalands og keppa þar á sundmóti í Darmstadt. Farið verður á föstudegi og komið heim á mánudegi. Hér fylgja nokkrir minnispunktar fyrir keppendurnar.
Klæðnaður : Við klæðumst ÍRB treyjunni á ferðalaginu og mótinu.
Flugáætlun:
Mæting á Völlinn kl 06:00
Til Þýskalands: FI 520 09FEB KEF FRA 0810 1245 *
Til Íslands : FI 521 12FEB FRA KEF 1350 1620 *
*allir tímar eru m.v staðartíma.
Ferðast með rútu til og frá flugvelli.
Æfingar: Ein æfing verður seinnipartinn á föstudeginum.
Gisting :Við gistum á Rhein Maritim Hotel Darmstadt . www.maritim.de
Heimasíða félagsins: http://www.dsw-1912.de
Fæði og annar kostnaður: Allur kostnaður við fæði og annað verður greitt af því sem þið greidduð og allur auka kostnaður sem til fellur úr sameiginlegum sjóði frá áheitasöfnun.