Fréttir

Sund | 21. júní 2007

Keppt verður í sundi á Unglingalandsmótinu á Hornafirði

Á fundi Unglingalandsmótsnefndar á Höfn í Hornafirði í gær var ákveðið að keppa í sundi í öllum aldursflokkum. Sundlaugin á Höfn er aðeins 12.5 m. löng og verður keppt í henni. Fyrirhugað var að byggja nýja 25 mmetra laug en sú framkvæmd náðist ekki vegna óviðráðanlegra orsaka. 

Því hefur eins og áður sagði verið ákveðið að notast við gömlu laugina og keppa í öllum aldursflokkum. Keppnisgreinar innan sundsins verða ákveðnar í byrjun næstu viku. 

Sérgreinastjóri verður Svanur Ingvarsson. (Tekið af síðu UMFÍ )