Fréttir

Sund | 14. mars 2011

Kvennaliðið á Bikar

Váááá, ekkert smá mót sem stelpurnar okkar áttu. Að að segja að þær hafi endað í 2. sæti er bara ekki réttlátt og lýsir ekki árangri þeirra á sanngjarnan hátt. Þegar mótinu lauk náðu stelpurnar 99.96% af FINA stigum sem Ægisstúlkur fengur en þær urðu bikarmeistarar. Á síðasta ári var munurinn miklu meiri og FINA stigin hafa að sjálfsögðu verið uppfærð á þessu ári til samræmis við ný heimsmet sem gerir það enn erfiðara að ná þessum stigafjölda. Þrátt fyrir þetta náði liðið okkar 590 fleiri stigum nú en í fyrra og var EINA kvennaliðið sem bætti við sig stigum í 1. deildinni á milli ára!!!!!  Með mikilli ákefð, ákveðni og liðsheild náðu stelpurnar fram jafntefli fyrir síðustu grein frá því að vera 200 stigum fyrir neðan þegar síðasti hluti hófst. Síðasta greinin, 4x100m skriðsund er ekki okkar sterkasta boðsundsgrein og því vissum við að við yrðum að sætta okkur við annað sætið en liðsheildin og krafturinn hjá stelpunum í síðasta hluta var ótrúlegur. Ólöf Edda fær hrós fyrir Íslandsmet sitt í 200m flugsundi telpur og bæði hún og Jóhanna Júlía hafa óopinberalega náð lágmörkum fyrir íslenska liðið sem fer til Lúxemborg. Fyrirliðarnir Jóna Helena og Soffía Klemenz leiddu lið sitt vel bæði í lauginni og á bakkanum og settu fjögur ÍRB kvennamet í leiðinni.

Af 24 sundum stúlknanna voru 19 af þeim bestu tímar en þá eru ekki talin með boðssundsprettir eða split. Við áttum þrjú fyrstu sæti, Jóna Helena í 400m og 800m skrið og Jóhanna Júlía í 200m bringu. Hæstu FINA stigin fékk Jóna Helena 673 stig fyrir 400m skrið.