Landsbankamót ÍRB 2011 hafið
Nú er Landsbankamót ÍRB í fullum gangi og hafa keppendur 8 ára og yngri lokið keppni. Mikil og góð stemmning er á mótinu og var mikið um góð tilþrif. Keppendur voru á aldrinum 6 – 8 ára og voru þeir um 100 á þessum hluta og voru margir þeirra að keppa á sínu fyrsta móti. Sjóræningaleikurinn sívinsæli var á sínum stað og skemmtu keppendur sér vel við að kljást við sjóræningjana þar sem þeir vernduðu verðlaunapeningana. Það voru þreyttir en glaðir sundmenn sem héldu heim á leið eftir vel heppnað sundmót í Vatnaveröld. Á morgun heldur mótið áfram og í fyrramálið og munu 13 ára og eldri stinga sér til sunds klukkan 8:30. Eftir hádegið keppa svo 12 ára og yngri. Rúmlega 500 keppendur synda á mótinu frá 14 félögum. Fleiri myndir í myndasafni.