Fréttir

Landsbankamót-Upplýsingar
Sund | 5. maí 2013

Landsbankamót-Upplýsingar

 

Keppandalistar og yfirlit skráninga á Landsbankamót

Á mótinu eru skráðir 524 keppendur frá 15 liðum.

Keppendalisti 8 ára og yngri

Skráningar 8 ára og yngri

Keppendalisti 9-12 ára

Skráningar 9-12 ára

Keppendalisti 13 ára og eldri

Skráningar 13 ára og eldri

 

Lengd mótshluta

Mótaskrár verða gefnar út rétt fyrir mót til þess að hægt sé að gera ráð fyrir úrskráningum og þannig hugsanlega fækka riðlum og stytta mótið.

Tímasetningar, vinsamlegast athugið að tímasetningar gætu breyst

Föstudagur

8 ára og yngri: Upphitun. kl. 16:30. Mót hefst kl. 17:15 lýkur um 18:45 +sjóræningjaleikur í lok mótshlutans

Laugardagur

9 – 12 ára: Upphitun. kl. 07:45. Mót hefst kl. 8:30 lýkur um 12:15 (3 klst. og 45 mín)

13 ára og eldri: Upphitun. kl. 14:00. Mót hefst kl. 15:00 lýkur um 18:45 (3 klst. og 45 mín)

Sunnudagur

9 – 12 ára: Upphitun. kl. 07:45 Mót kl. 08:30. Lýkur um 12:11 (3 klst. og 40 mín)

13 ára og eldri: Upphitun. kl. 14:00 Mót kl. 15:00 Lýkur um 17:35 (2 klst. og 35 mín)

 

Mótsmet

Mótsmet er að finna í keppendalista. Met í flokki 18 ára og eldri er opið met svo allir sundmenn geta sett met í þeim flokki óháð aldri.

Verðlaun

Verðlaun verða afhent í lok mótshlutanna á sunnudeginum. Sundmenn sem vinna til verðlauna eru beðnir um að bíða þar til verðlaunaafhending hefur farið fram. Á úrslitayfirliti  verður hægt að skoða FINA stig til þess að fylgjast með hverjir eiga von á verðlaunum. Að þessu sinni eru það ekki efstu þrír í hverri grein sem fá verðlaun heldur þeir þrír sem eru með flest FINA stig í hverjum flokki. Markmiðið er að auka samkeppni um verðlaun og að stuðla að því að fá góða tíma í öllum flokkum óháð því hve mikil samkeppni er í hverri grein. Að vinna til verðlauna verður enn meiri áskorun.

Verðlaun eru veitt fyrir eftirfarandi:

Efstu þrír sundmenn byggt á FINA stigum í þessum flokkum:

Sprettsund: (50 skrið, 100 Skrið, 50 Bak, 100 Bak, 50 Bringa, 100 Bringa, 50 Flug, 100 Flug)

Meðal og langt skriðsund (200 skrið, 400 skrið, 800 skrið, 1500 skrið - 800 og 1500 aðeins í boði í tveimur elstu aldursflokkunum og opnum flokki)

200 m önnur sund (200 Flug, 200 Bringa, 200 Bak)

Fjórsund (100 Fjór, 200 Fjór, 400 Fjór,  (100 fjór aðeins í boði í tveimur yngstu aldursflokkunum)

Verðlaun verða veitt í eftirfarandi aldursflokkum:

10 ára og yngri fyrir tíma frá laugardegi og sunnudegi.

11-12

13-14

15-17

Bikarar í opnum flokki

3 efstu í sömu flokkum og að ofan byggt á FINA stigum.

 

Allir sundmenn sem bæta tíma sína eða synda í sundi sem þeir áttu ekki tíma í fá viðurkenningarborða. 

Allar nánari upplýsingar eru á Landsbankamótssíðunni