Landsbankamót-úrslit
ÍRB var mjög sigursælt á Landsbankamótinu og stóðu krakkarnir okkar sig afar vel í harðri keppni í öllum greinum.
En það gekk ekki bara vel í lauginni, fjölmargir tóku höndum saman til þess að skipuleggja og vinna á þessu á þessu stóra móti. Einhver mót kunna að hafa fleiri sundmenn en þá 530 sem kepptu hér um helgina en þau eru ekki mörg sem eru stærri að umfangi. Hér gistu hundruð barna í Holtaskóla, veittur var matur fyrir enn fleiri, það voru bíóferðir fyrir krakkana sem gistu, 4 mismundandi keppnir í tveimur laugarlengdum, frábært vinalegt andrúmsloft og svo settum við punktinn yfir i-ið með lokahófi Sundráðs ÍRB á sunnudagskvöldinu.
Þetta var svo sannarlega stórt verkefni en margar hendur vinna létt verk og fjölmargir unnu mikilvæg störf á mótinu. Hvert starf er mikilvægt og hver manneskja sem tekur þátt skiptir máli. Kærar þakkir til ykkar allra sem lögðuð ykkar af mörkum og unnuð hörðum höndum til þess að láta þetta allt ganga svona vel. Bestu þakkir einnig til allra sundkrakkanna okkar sem eru til fyrirmyndar í framkomu, þið eruð okkur til sóma! Sum ykkar aðstoðuðu meira að segja við framkvæmd mótsins þegar þið voruð ekki að keppa sjálf t.d. að afhenda verðlaun, leika sjóræningja og afhenda bætingarborða-við kunnum vel að meta þessa aðstoð!
Bestu þakkir enn og aftur-sjáumst fljótlega!
Hér fyrir neðan eru úrslit sundmanna ÍRB eftir helgina: