Landskeppni lokið
![]() Mikil stemmning hefur verið í sundhöllinni hér í Þórshöfn og er skemmtilegri keppni lokið. Íslenski hópurinn stóð sig mjög vel og þónokkuð um bætingar hjá mörgum. Nánar um úrslitin má finna hér. Í kvöld tekur við Galakvöldverður í boði Sundsambands Færeyja en gestrisni Færeyinga hefur verið meiriháttar. Það verður gaman að taka á móti færeyingum heima á Íslandi á næsta ári. (Tekið af heimasíðu SSÍ) |