Fréttir

Sund | 27. nóvember 2009

Landskeppni við Færeyjar

Sex sundkappar frá ÍRB halda til Færeyja í dag með landslið Sundsambands Íslands. Keppt verður í ýmsum greinum í Landskeppni við frændur vora í Þórshöfn. Sundkapparnir koma síðan heim á mánudaginn en jafnframt Landskeppninni þá verður sundfólkinu einnig boðið til gala-veislu. ÍRB sundmennirnir eru: Kristinn Ásgeir Gylfason, Elfa Ingvadóttir, Diljá Heimisdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Lilja María Stefánsdóttir og María Ása Ásþórsdóttir.Til hamingju með sæti ykkar í liðinu og gangi ykkur vel :-) Stjórn og þjálfara.

Hér er hægt að fylgjast með Live timing

Hér er hægt að fylgjast með Live streaming (sjónvarpsútsending)