Landsmót UMFÍ
Aðalstjórn Keflavíkur og stjórn Sunddeildar Keflavíkur hvetur sem flesta til að mæta á Landsmót UMFÍ 10.- 12. júlí á Akureyri. Allir 10 ára og eldri geta tekið þátt þannig að það er um að gera að skrá sig til leiks. Það er margt skemmtilegt í boði, bæði hefðbundið og óhefðbundið. Hvort sem börn eða fullorðnir taka þátt þá geta fjölskyldur gist saman á keppendasvæði. Keflavík greiðir þátttökugjald en þá þarf að tilkynna þátttöku til Einars í K-húsinu eða Júlla (6922763). Allir þátttakendur fá yfirhöfn frá Keflavík þegar nær dregur.
Góða skemmtun.