Fréttir

Sund | 29. febrúar 2012

Laugardagsfjör

Síðasta laugardag var heimikið um að vera hjá Afrekshópi og Framtíðarhópi. Afrekshópur byrjaði á því að safna rusli í fjáröflunarskyni og stóðu krakkarnir sig að sjálfsögðu vel í því. Seinnipartinn hittust svo Afreks-og Framtíðarhópur og áttu saman skemmtilegt kvöld. Krakkarnir byrjuðu á því að baka sjálf sínar eigin pitsur. Á meðan pitsurnar fengu að malla í maganum var spilað bingó og fengu nokkrir heppnir ýmsa vinninga. Þegar því var lokið hófust krakkarnir handa við að skreyta bollakökur með ótrúlega flottum tilburðum - keppnisskapið var ekki langt undan því þeim fannst vanta að keppt væri í hver gæti gert flottustu kökuna :)

Þegar allir voru komnir með nóg af smjörkremi fóru flestir að spila eða bara spjalla saman. Afrekshópur og Framtíðarhópur kepptu til dæmis í því hvor hópurinn væri betri í Twister og fór Framtíðarhópur með sigur af hólmi í þeirri viðureign.  Skemmtilegt kvöld með frábærum krökkum!