Líf og fjör á Spáni
Hlutirnir ganga virkilega vel hérna hjá okkur á Spáni. Sundmennirnir eru ánægðir með hótelið (Bernat ll) og alla aðstöðu í kringum sundlaugina. Veðrið er frábært, krakkarnir eru frábærir, góður matur, sund og aftur sund og endalaus skemmtilegheit. Stefnt er að því að kanna ströndina á morgun og fyrsta skemmtiferðin er fyrirhuguð á föstudaginn þegar haldið verður til Barcelona. Við munum setja fleiri fréttir ásamt myndum inn á næstu dögum. Sund- og sólarkveðjur Calella farar.