Lok æfinga hjá ákveðnum hópum
Nú þegar Landsbankamótinu okkar er lokið hafa eftirfarandi æfingarhópar lokið sínu tímabili:
Gullfiskar
Laxar
Silungar
Sprettfiskar
Flugfiskar
Við minnum á að við verðum með okkar sívinsæla sumarsund í sumar þar sem boðið verður upp á tvö tímabil, 2 vikur í senn, 10 skipti. Þetta verður auglýst nánar síðar þegar nær dregur en allir krakkar eru velkomnir á þessi námskeið.
Þeir Flugfiskar sem náðu lágmörkum upp í Sverðfiska verður boðið að synda með Sverðfiskum þar til Akranesleikum er lokið í byrjun júní. Við hvetjum alla sem náðu þessum lágmörkum að þiggja það og halda áfram að æfa sig af kappi.
Einnig viljum við biðja þá sundmenn sem eru í Flugfiskum og náðu ekki í Sverðfiska en vilja fara á Akranesleikana að hafa samband við þjálfarann sinn.
Fundur vegna Akranesleika verður fljótlega á dagskrá og verður auglýstur vandlega.
Sumarkveðja