Fréttir

Sund | 22. janúar 2008

Lokaatlaga að EM 50 lágmörkum

Þrír sundmenn halda utan til þátttöku á Euro Meet í Luxemborg á nk. fimmtudag til þess að freista þess að ná lágmörkum fyrir EM 50. Lokafrestur til að ná lágmörkunum er þann 27. janúar, en EM 50 fer fram í Eindhoven í Hollandi dagana 18. - 24. mars. Sundmennirnrir sem keppa munu í Luxemborg um næstu helgi eru þau Árni Már Árnason, Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Þau hefja öll keppni á laugardaginn og samkvæmt startlista mótsins þurfa þau að gera mjög til þess að komast í úrslit. Mikið af góðum sundmönnum víðsvegar úr heiminum taka þátt og fara þar fremst landslið Úkraínu og mörg sterk félagslið Þjóðverja.

Startlistinn http://www.euromeet.lu/index.php?option=com_content&task=view&id=127&Itemid=101