Fréttir

Sund | 11. apríl 2008

Lokadagur IM

Lokadagur IM 50 rann upp bjartur og fagur eins og fyrirboði um það sem koma ætti í dag, en lokadagurinn var var eins og ávallt frábær hjá okkar fólki sem er greinilega í súper formi.
Fyrstu tvær greinarnar, 200m flugsund kvenna og karla sem oft eru taldar með erfiðari sundgreinum þá sérstaklega í 50m lauginni voru algjörlega  einokaðar af okkar fólki.
Kvennariðillinn var þannig að við áttum 4 af átta í riðlinum og útkoman var: Íslandsmet, gull, silfur og brons hjá ÍRB stúlkum.
Karlariðillinn var ekki síðri en þar áttum við sex af átta sundmönnum og útkoman var: Piltamet, hársbreidd frá íslandsmetinu og gull silfur og brons. Áfram hélt okkar fólk að standa sig vel og áttum við sigurvegara og/eða verðlaunahafa í öllum greinum dagsins nema einni. Lokaorðin áttu síðan boðsundssveitirnar okkar þar sem báðar sveitir unnu til gullverðlauna í 4 x 100m fjórsundi og karlasveitin stórbætti Íslandsmetið

Þeir titlar sem unnust í dag voru:

Erla Dögg Haraldsdóttir 200m flugsund kvenna Íslandsmet 2.18.79 (íslm.2.19.71)

Sindri Þór Jakobsson 200m flugsund karla piltamet 2.08.88 (íslm. 2.08.27)

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 100m baksund karla

Birkir Már Jónsson 200m skriðsund karla

4 x 100 m fjórsund kvenna:  Marín Hrund Jónsdóttir, Erla Dögg Harladsdóttir,
Soffía Klemenzdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir.

4 x100 m fjórsund karla:  Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason
    Sindri Þór Jakobsson og Birkir Már Jónsson
Íslandsmet 3.57.62 ( íslm. 3.59.77)

Alls vann liðið 18 titla af 38 mögulegum sem er magnaður árangur .

Sundmennirnir settu 5  Íslandsmet og 4 aldursflokkamet.
Einn náði Ól lágmörkum og tveir náðu EMU lágmörkum.

Soffía Klemenzdóttir náði lagmörkum fyrir Evrópumeistaramót unglinga.

Sindri Þór Jakobsson setti tvö piltamet í 200m flugsundi og náði lágmörkum Evrópumeistaramót unglinga

Fimm sundmenn náðu lágmörkum á alþjóðlegt unglingamót sem fram fer í Luxemborg í mars. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Gunnar Örn Arnarson, Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir.





Stúlknasveitir ÍRB settu stúlknamet í undanrásum: Marín Hrund Jónsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir, Soffía Klemenzdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir í 4 x 100m fjórsundi og í 4 x 100m skriðsundi: Soffía Klemenzdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir Svandís Þóra Sæmundsdóttirog Diljá Heimisdóttir

Karlasveit ÍRB setti íslandsmet í 4 x 100m fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Sindri Þór Jakobsson og Birkir Már Jónsson

Sundmaður mótsins að öðrum ólöstuðum  var þó Erla Dögg Haraldsdóttir en hún átti frábært mót. Alls vann hún til 5 gullverðlauna í einstaklingsgreinum og setti alls fjögur Íslandsmet. Toppurinn var þó að hún skyldi ná lágmörkum á Ólympíuleikana, ekki bara í einni grein heldur tveimur. Erla Dögg var í lok móts heiðruð fyrir besta afrek konu á mótinu þegar henni var afhentur Kolbrúnarbikarinn. En Kolbrúnarbikarinn er til minningar um Kolbrúnu Ólafsdóttur. Það voru þau Pétur Pétursson og Sigríður Sigurðardóttir sem afhentu Erlu Dögg Haraldsdótttur bikarinn í ár.

Afrek Erlu Daggar Haraldsdóttur á IM 50 2008.


Erla Dögg Haraldsdóttir 100m bringusund kvenna Íslandsmet 1.11.00 (íslm.1.11.87)

Erla Dögg Haraldsdóttir 50m bringusund kvenna Íslandsmet 32.86 (íslm.33.21)

Erla Dögg Haraldsdóttir 200m fjórsund kvenna Íslandsmet 2.18.74 (íslm.2.20.35)

Erla Dögg Haraldsdóttir 50m flugsund kvenna 28.55 (íslm.28.17)

Erla Dögg Haraldsdóttir 200m flugsund kvenna Íslandsmet 2.18.79 (íslm.2.19.71)