Fréttir

Sund | 24. nóvember 2008

Lokadagur ÍM 25 /9 titlar alls

Sunnudagurinn var glæsilegur hjá okkar fólki líkt og endranær. Soffía Klemenzdóttir hóf daginn með frábærum sigri í 200m fjórsundi, Gunnar Örn Arnarson hlaut silfurverðlaun í 200m fjórsundi í afar jöfnu sundi. Því næst kom María Halldórsdóttir með glæsilegt sund í 50m bringusundi þar sem hún hlaut bronsverðlaun og Guðni Emilsson hlaut einnig brons í þeirri grein með góðu sundi. Þá var komið að 400m skriðsundi þar sem okkar fólk þau Jóna Helena Bjarnadóttir og Rúnar Ingi Eðvarðsson áttu einkar góð og vel útfærð sund sem skilaði þeim bronsverðlaunum. Davíð Hildiberg sýndi síðan hver væri kóngurinn í baksundunum þegar hann sigraði með 10 sekúnda mun í 200m baksundi.

Lokahnykkur mótsins var síðan keppni í 4 x 100 m skriðsundi karla og kvenna. Kvennasveitin vann til bronsverðalauna og karlasveitin til silfurverðlauna.

Stutt samantekt um árangur á ÍM 25 2008

Árangur Davíðs Hildibergs Aðalsteinssonar var stórkostlegur en hann varð íslandsmeistari í fimm greinum og náði lágmörkum fyrir EM 25 sem fram fer í Króatíu 11 - 14. desember.

Fjórir sundmenn frá ÍRB fara á NMU. Alls hafa átta sundmenn náð á NMU og eru fjórir þeirra frá ÍRB.

Það eru þau Gunnar Örn Arnarson, Sindri Þór Jakobsson, Lilja Ingimarsdóttir og Soffía Klemenzdóttir.

Lilja Ingimarsdóttir setti telpnamet ( 13 - 14 ára ) í 100m bringusundi 1.13.47

Þjálfarar ársins valdir á Lokahófi SSÍ voru báðir frá ÍRB.

Eðvarð Þór Eðvarðsson: Unglingaþjálfari ársins

Steindór Gunnarsson: Afreksþjálfari ársins

Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 25 2008

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 100m skriðsund, 50m baksund, 100m baksund, 200m skriðsund og 200m baksund.

Gunnar Örn Arnarson 400m fjórsund

Jóna Helena Bjarnadóttir 400m fjórsund

Kristinn Ásgeir Gylfason 200m flugsund

Soffía Klemenzdóttir 200m fjórsund

Sundmenn okkar unnu til fjölmargra annara verðlauna.

Guðni Emilsson: Silfurverðlaun í 50m bringusundi 100m fjórsundi og bronsverðlaun í 50m baksundi og 100m bringusundi

Gunnar Örn Arnarson: Silfur í 200m bringusundi og 200m fjórsundi.

Jóna Helena Bjarnadóttir: Brons í 800m skriðsundi og 400m skriðsundi

Lilja Ingimarsdóttir: Brons í 100m og 200m bringusundi.

Lilja María Stefánsdóttir: Brons í 200m flugsundi

María Halldórsdóttir: Brons í 50m bringusundi

Rúnar Ingi Eðvarðsson: Brons í 1500m skriðsundi og brons í 400m skriðsundi

Soffía Klemenzdóttir: Silfur í 200m flugsundi og brons í 400m fjórsundi

Boðsundssveitir

Karlasveitin: Silfurverðlaun í 4x 50 skr, 4 x 100 skr og 4 x 50 fjórsundi.

Kvennasveitin: bronsverðlaun í 4 x 50m fjórsundi og 4 x100m skriðsundi.

Fjöldinn allur af innanfélagsmetum féll á mótinu og verður þeim gerð góð skil síðar.

Til hamingju með flott mót ÍRB-ingar :-)

Stjórn og þjálfarar !