Fréttir

Sund | 24. janúar 2012

Lokastaðan í XLR8 og Ofurhuga 2011

Nú er lokastaðan 2011 í XLR8 og Ofurhuga orðin ljós þar sem öll Íslandsmet sem sett voru árið 2011 hafa verið staðfest.

 

Það var heilmikil framför hjá sundmönnum okkar árið 2011 í samanburði við 2010.

Fyrst má nefna að núna tóku 191 sundmaður þátt í keppni í 50m eða lengra sundi en árið á undan voru þeir 153.

Í ár náðu tveir sundmenn meira en 4000 stigum það voru Jóhanna Júlía (stúlkur) endaði með 4064 stig og Ólöf Edda (Telpur) með 4040 stig en aðeins einn árið á undan.

Baldvin Sigmarsson (Drengir) var stigahæsti strákurinn með rétt undir 4000 stigum eða 3991 stig.

 

Hæst í öðrum aldurshópum voru: Sunneva Dögg (Meyjar) með 3903 stig, Árni Már (Karlar) með 3878 stig, Jóna Helena (Konur) með 3863 stig, Eiríkur Ingi (Sveinar) með 3815 stig, Kristófer Sigurðsson (Piltar) með 3777 stig, Stefanía Sigurþórsdóttir (Hnátur) með 3734 stig, Sigmar Maríjón (Hnokkar) með 3658 stig, Guðný Birna (Snótir) með 3091 stig og Andri Sævar (Snáðar) með 2938 stig.

Hamingjuóskir til allra þessara sundmanna.

Ennfremur voru 40 sunmenn sem náðu demanta Ofurhuga árið 2011 sem er 13 meira en 2010!!! Þetta er spennandi þar sem það þýðir að fleiri sundmenn eru að leggja meira á sig og synda fleiri sund, í þessu tilviki öll viðurkennd sund sem kept er í, þar á meðal 200 flug, 400 fjór og 1500 skrið. Vel gert!


Í allt verða það 72 sundmenn sem fá XLR8 verðlaunapening í ár en á síðasta ári voru þeir aðeins 54. Í Ofurhuga eru það 117 sundmenn sem fá verðlaunapening en 98 á síðasta ári.

Ekki láta ykkur vanta á Lokahóf ÍRB í maí en þá verða verðlaunin afhent. 


Það er útlit fyrir spennandi ár í XLR8 og Ofurhuga 2012!

/Sund/Fyrir%20sundmenn/Hvatningarkerfi/