Fréttir

Lykillinn að árangri - 4 vikur í ÍM25
Sund | 16. október 2014

Lykillinn að árangri - 4 vikur í ÍM25

Nú þegar ÍM25 nálgast óðfluga er mikilvægt að sundmenn (og foreldrar) viti af þeim breytingum sem verða á æfingaáætluninni og að allir hafi það ofarlega í huga að hversu mikið maður leggur á sig á æfingum skiptir öllu á keppnisdegi.

Það er kanski einfalt að setja ábyrgðina á árangri sundmanna bara í hendur þjálfarans. Það væri kanski auðvelt að ráða besta þjálfara í heimi og vera viss um að úrslit sundmannsins yrðu góð. En því miður er þetta ekki svona auðvelt. Jafnvel þó við myndum ráða Bob Bowman, hinn goðsagnakennda þjálfara Michael Phelps til þess að þjálfa sundmanninn ykkar og hann myndi veita allar réttu leiðbeiningarnar á réttum tíma myndi sundmaðurinn aðeins bæta sig eins mikið og hann væri sjálfur tilbúinn að fara eftir leiðbeiningum þjálfarans.

Mæta þau þegar þau eru beðin um það? Synda þau hratt þegar um það er beðið? Framkvæma bestu mögulegu tækni þegar þess er óskað og leiðrétta ranga tækni þegar um það er beðið? Velta þau upplýsingum sem þeim eru veittar fyrir sér og nota þau ráð sem þau fá alltaf og sífellt til þess að ná markmiðum sínum? Ef þessi atriði eru ekki í lagi þá skiptir í raun ekki máli hver þjálfar sundmanninn, ekkert mun gerast fyrr en sundmaðurinn lætur það gerast.

Nú eru sundmennirnir í afrekshópunum í + vikum samkvæmt æfingaáætluninni. Er sundmaðurinn þinn að gera það sem ætlast er til varðandi mætingar? Er sundmaðurinn að gera það sem hann á að vera að gera á æfingum eða er hann bara einfaldlega mættur í laugina?

Sundmennirnir voru beðnir um að lesa þessa grein í síðustu viku. Sumir gerðu það en ekki aðrir. http://swimswam.com/willing-necessary-achieve-goals-pool/

Hér meðfylgjandi er mætingaáætlun sem gildir fram yfir ÍM25. Núna er 10. vika. Eru ykkar krakkar á réttri leið til þess að ná +2??? Eru þau rétt stemmd til þess að æfa vel til þess að ná árangri á ÍM25? Já það er alveg rétt að æfingarnar eru erfiðar núna. Það er jafnvel enn erfiðara að glíma við slæman árangur síðar. Hvort á að velja? Að leggja á sig erfiða vinnu á æfingum eða eiga erfitt mót? Að vera vel undirbúinn eða ekki?

Það eruð þið sem veljið. Hvað ertu tilbúinn að leggja á þig til þess að ná markmiðum þínum??

Það eru fjórar gerðir sundmanna:

1) æfa oft og vel
2) æfa oft en illa
3) æfa sjaldan en vel
4) æfa sjaldan og illa

Þeir sem eru í fyrsta hópnum eru með árangurinn tryggðan og þeir sem ná bestum árangri og ná mestu bætingunum eru í þessum hóp.

Þeir sem eru í flokki 2&3 ná svipuðum árangri en oft ná þeir sem eru í flokki 3 meiri árangri en þeir sem eru í 2 því það hversu mikið þú leggur á þig á æfingum skiptir mestu fyrir framfarir. Sundmenn í báðum þessum flokkum sem æfa í liðinu okkar sjá bætingar en á lengri tíma og minni bætingar í einu.

Þeir sem eru í síðasta flokkinum eiga mjög erfitt með að bæra tímana sína.

þetta hljómar eins og eitthvað sem maður á að vita. En það er ekki nóg að vita það þarf að framkvæma en ekki bara hugsa um það.

Æfið vel og oft krakkar. Það er lykillinn að árangri.
 

Æfingaáætlun fram að ÍM25