Fréttir

Mættu vel-það borgar sig!
Sund | 7. júní 2012

Mættu vel-það borgar sig!

 

Því meira sem þú leggur á þig þeim mun meira færðu til baka. Þetta er athyglisverður punktur sem bæði á við í sundinu og lífinu almennt.Kannski ekki algilt en þó ágætis regla til þess að fara eftir.

Að komast á toppinn í sundi er ótrúlega tímafrekt ferli. Sundmenn æfa í umhverfi þar sem skynjun er allt önnur en á landi. Þeir geta ekki séð hvert þeir eru að fara, þeir geta aðeins fundið lyktina af klór og ef til vill svitalyktareyðinum af sundmanninum fyrir framan í gegnum vatnið, þeir finna bragðið af þessu sama.Þeir eru láréttir í vatninu og þurfa því að halda jafnvægi og svo er þyngd þeirra í vatninu allt önnur sem hefur áhrif á stefnuna. Síðast en ekki síst er að þeir eru að reyna að ná taki á efni sem ekki er í föstu formi til þess að koma sér áfram, þeir þurfa að fá tilfinningu fyrir vatninu. Þetta allt er svolítið mál.

Að ná tilfinningu fyrir vatninu tekur þúsundir klukkustunda að fullkomna. Ef nokkrir dagar líða án þess að fara í laugina geta skapast vandamál á keppnisdegi eða á æfingu. Þetta er ástæðan fyrir því að eftir því sem sundmenn taka sundið af meiri alvöru eykst pressan á að æfa reglulega, halda sér án meiðsla og veikinda og ekki taka ónauðsynleg og tíð hlé frá æfingum. Það hefur verið vísindalega rannsakað að það tekur um 10.000 klukkustundir af hágæða þjálfun til þess að vera meðal þeirra bestu í íþrótt. Sund er þar enginn undantekning.

Ef sundmaður myndi synda jafn margar æfingar og aldur hans segir til um á hálfum mánuði frá því hann væri 6 ára  myndi hann ná þessu 10.000 klst. marki um 23 ára aldur. Flestir topp sundmenn gera þetta mun hraðar. Í eldri hópunum okkar fylgjumst við með þessu með litakerfi. Blár er leiðin sem rætt var um hér á undan, að synda jafn margar æfingar og aldurinn á hálfum mánuði. Gulur er ein auka æfing á hálfum mánuði eða meira. Svartur er minna en þarf.

Ef við skoðum mætingu sundmanna okkar síðasta árið getum við séð ákveðið mynstur. Þeir sem mæta best og með réttu hugarfari eru yfirleitt þeir sem ná mestum framförum og ná mestum árangri.

Tvö einföld dæmi.

1)     Allir þeir  sundmenn sem voru valdir í landslið nú í sumar voru með gula mætingu yfir árið:
 

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir

Baldvin Sigmarsson

Birta María Falsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

 

2)     Allir sem settu Íslandsmet voru með gula mætingu yfir árið:
 

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir

Baldvin Sigmarsson

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Eiríkur Ingi Ólafsson

Birta María Falsdóttir

 

Tilviljun? Kannksi? En margir sundmenn í báðum þessum hópum myndu líklega telja að svo sé ekki.

Svo eftir hverju ertu að bíða?

Farðu að mæta vel! Það borgar sig margfalt til baka!