Málþing SSÍ 7. og 11. febrúar
SSÍ hefur boðað til málþinga á heimasíðu sinni, sjá tilkynningu á heimasíðu SSÍ. Fyrra málþingið verður fimmtudaginn 7. febrúar kl. 19:00 - 21:00 í húsakynnum ÍSÍ og fjallar um fjármál sambandsins. Drög að fjárhagsáætlun 2009 verða til umræðu. Seinna málþingið verður á sama stað mánudaginn 11. febrúar kl. 19:00 - 21:00 og fjallar um landsliðsmál þar sem rætt verður um stefnu SSÍ til ÓL 2012 og er minnt á afreksstefnu SSÍ frá síðasta sundþingi en hún verður lögð til grundvallar umræðunni. Bæði þingin eru opin og vonast stjórn SSÍ til að sjá sem flesta.
Stjórn sunddeildarinnar vill einnig hvetja alla þá sem láta sig málefni Sundsambandsins varða að mæta á þessi þing. Það eru ýmis mál uppi á borðum hjá SSÍ og það er mikilvægt fyrir okkur að láta okkar raddir heyrast á þessum málþingum og á sundþingi SSÍ sem haldið verður síðar í febrúarmánuði. Eins hvetjum við okkar fólk, sem vill gefa kost á sér í nefndarstörf fyrir SSÍ, að hafa samband við formann sunddeildarinnar. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa sem flesta fulltrúa í stjórn og nefndum SSÍ.
Stjórnin