Fréttir

Már Gunnarson með íslandmet á EM fatlaðra.
Sund | 9. maí 2016

Már Gunnarson með íslandmet á EM fatlaðra.

Már Gunnarsson átti frábært mót á EM 50 í Portúgal. Már keppti  þar í 100m skriðsundi, 400m skriðsundi, 100m baksundi og 200m fjórsundi. Skemmst er frá því að segja að kappinn stóð sig afar vel og bætti sig í öllum greinum. Már setti íslandsmet í sínum flokki í 50m flugsundi á fyrstu 50m í 200m fjórsundi, einnig setti hann íslandsmet í 400m skriðsundi. Í 100m baksundi þá var  hann aðeins 3/10 frá íslandsmetinu ásamt því að hann stórbætti tímann sinn í 100m skriðsundi. Sundráð ÍRB óskar Má innilega til hamingju með árangurinn.