Már stóð sig vel í Berlín
Már Gunnarsson keppti á Opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem haldið var í Berlín. Hann bætti tíma sinn í 50 m skriðsundi, 200 m skriðsundi (millitími í 400 skrið) og 200 m fjórsundi. Hann varð þriðji í 200 m skriðsundi. Í heildina var mótið frábær reynsla fyrir Má og mótið gott til þess að sjá hvar hann stendur meðal þeirra bestu í Evrópu og heiminum öllum. Alls tóku sundmenn frá 44 löndum þátt og 47 heimsmet féllu á mótinu.