Mare Nostrum
Mare Nostrum ferðin er búin að vera frábær í alla staði, flott sund, lágmörk og met. Ekki náðum við öllum okkar markmiðum en reynslan og upplifunin af þessum mótum er búin að vera frábær. Sterkasta mótaröð Mare Nostrum sem fram hefur farið, fjölmörg mótsmet og sterk úrslit í öllum greinum. Lokuðum ferðinni í gær með æðislegu lokahóf, en hlökkum samt mjög mikið til að koma heim. Erum að gera okkur klár fyrir ferðalgið heim. Sjáumst hress:-) Kveðjur frá Mare Nostrum förum.