Fréttir

Sund | 20. maí 2008

Met á Sparisjóðmóti

Þrjú innanfélagsmet og tvö íslandsmet féllu á Sparisjóðsmótinu. Jóhanna Júlíusdóttir setti innanfélagsmet í 100m baksundi meyja, en hún hefur verið dugleg við að bæta meyjametin undanfarna mánuði. Erla Dögg Haraldsdóttir setti tvö og var annað þeirra íslandsmet. Bæði metin henni voru í 200m bringusundi. Tími hennar í 25m laug var íslandsmet og tími hennar í 50m laug var aðeins hársbreidd frá íslandsmetinu. Síðan setti karlasveitin okkar einnig íslandsmet í 4 x 100m fjórsundi. Í sveitinni voru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Birkir Már Jónsson og Árni Már Árnason.