Metið hjá Erlu framarlega í Evrópu
Íslandsmetið sem Erla Dögg Haraldsdóttir sett sl. föstudag í 200m bringusundi í 25m lauginni er framarlega á afrekskrá sundtímabilsins hjá Swimrankings. Afrekaskráin er síðan í ágúst og fram í maí og því eru flest öll 25 meistaramót annarar þjóða sem og Evrópumeistaramótið komin inná listann. Árangur Erlu Daggar skipar henni í 28. sæti á listanum. Þessi tími hefði jafnframt gefið 11. sæti á síðasta Evrópumeistaramóti.