Metnaður, léttleiki, samvinna
Stjórnarmenn, foreldrar og sundmenn !
Til hamingju með frábæra helgi, frábært mót og frábæran árangur. Svona helgi sýnir okkur hversu góðum árangri er hægt er að ná ef allir leggjast á eitt með að vinna að hlutunum. Það að taka við þessu móti með breyttu fyrirkomulagi með svo skömmum fyrirvara og afgreiða það með þessum glæsibrag er einstakt. Famlag og samvinna stjórnarmanna og foreldra hér er frábær og einkennist af slagorðunum metnaður, léttleiki og samvinna. Allir saman í dugnaði og gleði, sem er frábært. Sundmennirnir okkar allir sem einn eru ekki eftirbátar foreldra sinna og leggja svo sannarlega sitt af mörkunum til þess að liðið sé á toppnum. Stunda æfingar vel og keppa af metnaði og dugnaði. Fyrir þennan hóp erum við þjálfarnir stoltir af að vinna fyrir.
Til hamingju allir sem einn, þið eruð geggjuð.
Áfram ÍRB ! Steindór og Eddi
