Meyjamet hjá Jóhönnu Júlíu
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Á undanförnum mótum hefur hún sett fjölmörg Keflavíkur- og ÍRB met í meyjaflokki, en á Bikarkeppninni um síðastliðna helgi bætti hún um betur þegar hún bættí íslenska meyjametið (12 ára og yngri) í 100 metra bringusundi í 50 metra laug. Jóhanna Júlía synti vegalengdina á tímanum 1:24,28, gamla metið var 1:25,09 og var í eigu Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Ægi. Innilega hamingjuóskir með metið Jóhanna, stjórn og þjálfarar.