Mikið fjör á æfingadegi í stóru lauginni
Mikið fjör var á æfingadegi Sverðfiska, Flugfiska og Sprettfiska í 50 m lauginni í Vatnaveröld síðasta laugardag. Krakkarnir fengu aukið sjálfstraust í því að synda í svona stórri laug og gerðu ýmsar sundæfingar, skemmtileg boðsund, kafæfingar og kepptu einu sinni í því að synda yfir stóru laugina. Allir krakkarnir sem mættu á æfingadaginn gátu synt yfir 50 m laug án vandræða og fengu grænt ljós á að keppa á Gullmóti KR um næstu helgi. Þetta var mikilvæg reynsla fyrir alla og svo endaði æfingadagurinn 25 mín leiktíma í Vatnaveröld. Kærar þakkir Ester og Helga þjálfarar Erla og Kristó eldri sundmenn fyrir að sjá um æfingadaginn.