Mikið um bætingar á Ármannsmótinu
Unglingamóti Ármanns er nýlokið, þar kepptu okkar sundmenn sem eru í yngri ÍRB hópnum. Krakkarnir voru greinilega vel stemmdir og voru flestir að bæta sína tíma. Það var gaman að fylgjast með þeim sundmönnum sem voru dugleg að hvetja félaga sína frá bakkanum, dömurnar á meðfylgjandi mynd voru einmitt í þeim hópi en þetta eru þær Sara, Hólmfríður, Íris og Guðrún. Á myndasíðunni er að finna fleiri myndir.