Mikið um góðar bætingar á Vetrarmóti Fjölnis
Sundmenn ÍRB tóku þátt í Vetrarmóti Fjölnis í gær, laugardag. Árangur var ásættanlegur sem endurspeglaðist einna helst í því að vel flestir sundmannanna voru að bæta sína fyrri tíma og líkt og fyrri daginn voru liðsmenn ÍRB fyrirferðarmiklir þegar kom að verðlaunaafhendingum. Þess ber einnig að geta að ÍRB tók ekki þátt í mótinu í dag en hlaut samt sem áður flest stig í mótslok í óopinberri stigakeppni liða. Sá sundmaður sem vakti greinilega mesta eftirtekt fyrir frábær sund var Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem sigraði sundin sín með miklum yfirburðum, sannarlega mikið efni þar á ferð líkt og hægt er að segja um stóran hluta líðsfélaga hennar innan raða ÍRB.