Mikil lærdómsreynsla fyrir eldri sundmenn á SH mótinu
Þjálfari nokkur benti mér eitt sinn á það að eftir mót getur maður farið inn á heimasíðu hvaða félags sem er og lesið grein eftir grein um hve góður árangurinn var og hve fullkomið allt var. Hann sagði að þetta væri ekki eins og það er í raunveruleikanum.
Þessi grein fjallar um raunveruleikann.
Yngri sundmenn okkar áttu gott mót með mörgum bætingum. Eldri sundmenn þurftu að keppa á uppbyggingartímabilinu fyrir ÍM25 sem er eftir aðeins nokkrar vikur og er eitt mikilvægasta mót ársins fyrir marga þar sem það ræðst á mótinu hverjir fara á Heimsmeistaramótið og Norðurlandameistaramótið. Sundmennirnir voru greinilega þreyttir en það skiptir ekki máli hve þreyttur sundmaður er það er eitt atriði sem ætti alltaf að vera til staðar. Það að leggja sig fram.
Eftir 400 skrið spurði ég hvern einasta sundmann hve mikið hann hafði lagt á sig í keppninni. Þar sem 10 væri að gefa allt sem þeir áttu (þann dag) og 0 að leggja sig ekki neitt fram. 75% af hópnum sagði 7 eða minna, að minnsta kosti 40% sagði 6 eða minna og sumir sögðu jafnvel 5 af 10. Aðeins 6 sundmenn sögðu 8 eða hærra og aðeins 2 sögðu 9+. Það er líka alveg skýrt að þau sem gáfu sér háa einkunn voru líka ánægð með tímana sína og voru í flestum tilvikum að bæta sig eða synda rétt við tímana sína. Þeir sem gáfu sér lága einkunn voru lengra frá bestu tímunum sínum og ekki eins ánægð með þá.
Þó ég ætlist til 100% heiðarleika á æfingum og í keppni frá öllum sundmönnum alltaf (vegna þess að vera ekki heiðarlegur er sama og ljúga að sjálfum sér) og ég hafi hrósað þeim fyrir að gefa sér rétta einkunn-ættum við að vera ánægð með þessi svör?
Á frekar heitum fundi á mótinu bað ég sundmenn að reikna hversu mörgum klukkustundum þau höfðu varið í æfingar síðustu þrjár vikurnar. Á síðustu þremur vikum höfðu sundmennirnir varið milli 50 og 75 klukkustundum í æfingar, mismunandi eftir aldri og skuldbindingu. Ég varpaði fram þessari spurning til þeirra: Ef þið eruð tilbúin að verja svona miklum tíma í eitthvað sem þið veljið sjálf hvers vegna í veröldinni mynduð þið ekki leggja ykkur fram af 10/10 metnaði í þessar fáu mínútur sem það skiptir virkilega máli???
Fyrir mér er hugmyndin að nota 50-75 klukkutíma af frítímanum mínum í æfingar fyrir keppni þar sem ég er bara tilbúinn að leggja mig fram með 7 af 10 einkunn einfaldlega óskiljanlegt. Er ekki alveg örugglega eitthvað annað miklu skemmtilegra sem hægt er að nota tímann í?
Það skiptir ekki máli hve þreyttur íþróttamaður er, það eina sem hægt er að biðja um er að hann geri sitt besta.
400 fjór var aðeins betra og sundmenn gáfu sér hærri einkunn eftir það sund og margir stóðu sig betur en flestir voru það heiðarlegir að þeir gáfu sér einkunn upp á 8 eða minna.
Nú eru minna en 3 vikur eftir að stóru stundinni, fyrir mörg ykkar er tími til að vakna.
Til ykkar sem í alvöru lögðu allt sem þið gátuð í keppnina-til hamingju-haldið svona áfram!
Þið eigið öll val, veljið að vera besta útgáfan af ykkur!
Anthony
Úrslit og met fyrir neðan
SH Mót
Fannar Snævar Hauksson 400 Skrið (25m) Hnokkar-Njarðvík