Mikilvægur foreldrafundur á fimmtudag kl. 19.30
Heil og sæl kæru foreldrar/forráðarmenn sundmanna!
Framundan er stærsta mót ársins hjá okkur, Landsbankamót ÍRB, sem undanfarin ár hefur verið kallað Sparisjóðsmót ÍRB.
Mótið verður haldið dagana 13. - 15. maí.
Að kvöldi sunnudagsins 15. maí verður haldin uppskeruhátíð ÍRB. Hún verður nú haldin í fyrsta sinn, en við gerum ráð fyrir að hún muni hér eftir verða árlegur viðburður.
Foreldrafundur vegna þessa verður haldinn fimmtudag 28. apríl kl. 19:30 í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut.
Á foreldrafundinum verður mótið kynnt nánar, og uppskeruhátíðin, og hópstjórar munu skrá foreldra/forráðarmenn til starfa á mótinu og í tengslum við uppskeruhátíðina.
Til að halda þetta mót með stæl, eins og við jafnan gerum, þá þurfum við öll að vinna saman. Eins og ég hef áður sagt frá, þá þykir foreldrastarfið okkar mjög flott og öflugt ... og þannig viljum við hafa það, margar hendur vinna létt og skemmtilegt verk :-)
Þetta er eina skiptið á árinu sem við leitum til ALLRA foreldra og forráðarmanna og við biðjum ykkur vinsamlegast að bregðast vel við, fjölmenna á fundinn og gefa kost á ykkur til starfa. Í boði verða störf af ýmsu tagi, yfirleitt mjög auðveld og skemmtileg.
Sjáumst hress á fimmtudagskvöldið,
fyrir hönd Sundráðs ÍRB,
kær kveðja,
Guðmundur