Fréttir

Sund | 21. apríl 2010

Mikilvægur foreldrafundur í sundinu

Ágætu foreldrar og sundmenn

 

Foreldrafundur verður í K-húsinu mánudaginn 26. apríl kl. 20:00 – 21:00.

 

Fundarefni: 1) Sparisjóðsmótið 2) Pöntun á ÍRB fatnaði 3) Bikarkeppnin í sundi.

 

Þessi foreldrafundur er ætlaður öllum iðkendum ÍRB ásamt foreldrum þeirra, því megininntak fundarins er Sparisjóðsmót ÍRB. Á Sparisjóðsmótinu gefst nefnilega öllum iðkendum ÍRB færi á að taka þátt í skemmtilegu sundmóti, og aðstoð foreldra við mótið er nauðsynleg þannig að mótahaldið gangi upp. Farið verður yfir dagskrá mótsins og fólk beðið um smá aðstoð í hinum ýmsu störfum við undirbúning og framkvæmd.

 

Slagorð ÍRB er: Metnaður, léttleiki og samvinna, því við vitum að margar hendur, í ánægðum og vel upplýstum hóp vinna létt og frábært verk.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á fundinum.

 

Kv. Stjórnin