Fréttir

Sund | 26. febrúar 2007

Miklar bætingar hjá yngri sundmönnum ÍRB á B-móti SH

Fjöldi sundmanna ÍRB syntu í Hafnarfirðinum nú um helgina og stóðu sig gríðarlega vel. Allir bættu sig og flestir mjög mikið. Sundmenn 10 ára og yngri syntu aðeins á laugardeginum og þau eldri bæði laugardag og sunnudag. Veitt voru verðlaun fyrir þau eldri og að sjálfsögðu höluðu sundmenn ÍRB inn nokkrum peningum, þ.e. 1 gull, 3 silfur, og 2 brons. Þau yngri fengu öll þáttökuverðlaun. Mótið gekk vel fyrir sig og afar góður undirbúningur fyrir yngri og óreyndari sundmenn.