Sund | 21. nóvember 2007
Nánar um IM 25 - Nýjar metaskrár komnar inn
Að loknu mótum eins og IM 25 þá er farið yfir stöðuna á innanfélagsmetum hjá deildunum. Skrárnar birtast hér á síðunni (settar inn 21. nóv) og er fólk vinsamlegast beðið um að gera athugasemdir ef það sér einhverjar rangfærslur. Alls féllu 74 innanfélagsmet á mótinu.16 Njarðvíkurmet, 28 Keflavíkurmet og 30 ÍRB met. Þetta er því alveg einstakt og gaman að sjá árangur sundmanna okkar á mótinu. Víkurfréttir voru mættir í laugina á sunnudeginum og eru komnir með myndaalbúm af sundfólki ÍRB inná síðuna hjá sér. Sjá
myndasafn VF.