Níu vikur í AMÍ í Reykjanesbæ
	Kæru foreldrar og sundmenn!
	
	Nú eru aðeins níu vikur í að AMÍ verði haldið hér í Reykjanesbæ. Ef við
	ætlum að ná að halda titlinum verða allir sundmenn í efstu hópunum okkar,
	Framtíðar- og Afrekshóp, að vera með, keppa í eins mörgum sundum og þeir
	geta og ná góðum árangri í þeim sundum sem þeir synda. Það er
	samvinnuverkefni að vinna AMÍ og ef við náum ekki góðum árangri í öllum
	aldursflokkum verða keppinautarnir stöðugt á hælunum á okkur.
	
	Hver einasti sundmaður ætti nú að leggja sig sérstaklega fram við það að ná
	gulri mætingu næstu níu vikur. Það krefst átaks bæði sundmanna og foreldra,
	yngri sundmenn munu sérstaklega sjá árangur af þessu á keppnisdegi.
	
	Munið að gul mæting er aldur barnsins + ein æfing á hálfsmánaðar tímabili.
	Sundmaður sem er 11 ára syndir 12 æfingar á tveimur vikum (6 á viku) og 14
	ára syndir 15 æfingar á hálfum mánuði.
	
	Mikil vinna skilar sér í bættum árangri og það er aldrei mikilvægara en í
	undirbúningi fyrir AMÍ!
	
	Svo eftir hverju eruð þið að bíða? Setjið ykkur markmið! Skundið á æfingar
	og AMÍ verður miklu skemmtilegra!
	 

 
						