Fréttir

Nú er komið að lokahnikknum!
Sund | 21. júní 2015

Nú er komið að lokahnikknum!

Nú þegar það er bara örstutt þangað til við leggjum af stað norður er mesta vinnan að baki. Sundmenn og fjölskyldur þeirra hafa þurft að taka hundruð ákvarðanna sem hafa áhrif á árangurinn. Þessar ákvarðanir munu skipta máli.  

Þjálfarar gáfu ýmis fyrirmæli sem sumum hefur verið fylgt en öðrum ekki. En það er alltaf þannig að árangur á keppnisdegi endurspeglast af þeim ákvörðunum sem teknar voru.

Eins og á öllum stórum mótum munum við sjá frábær sund en líka einhver sem ekki verða eins góð, sorg og sigra. Það er mikilvægt að allt ÍRB liðið standi saman í næstu viku og að við fögnum saman sigrunum en styðjum líka við félaga okkar ef þeim gengur illa.

Alveg sama hvað, við stöndum alltaf upp og höldum baráttunni áfram þangað til verkinu er lokið. Eitt slæmt sund þýðir ekki að mótið sé ónýtt. Gefðu 100% í hvert sund og þá ertu með vissuna að þú gerðir þitt allra besta.

AMÍ er liðakeppni, hvert stig skiptir máli, hver timabæting er mikilvæg. Rétt viðhorf er úrslitaatriði. Allir sundmenn verða að leggja sig alla fram til þess að hjálpa til við að láta stemmningu og liðsandann lyfta liðinu upp. Foreldrar er hvattir til sýna stuðning sinn við sundmenn með því að hvetja eins hátt og mikið og þeir geta. Núna er komið að því að sjá árangur vinnu alls ársins, jafnvel lengur.

Sýnum öllum hversu frábært, stuðningsríkt og HÁVÆRT lið ÍRB getur verið.

Gangi ykkur öllum vel!